Við brunuðum norður í land félagarnir. Markmiðið var að ná á Mývatn fyrir miðnætti. En maður þarf að nærast og það var að nálgast kvöldmatartímann. Einn möguleikinn hefði verið að stoppa í Víðigerði
Hið ljúfa líf
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Við brunuðum norður í land félagarnir. Markmiðið var að ná á Mývatn fyrir miðnætti. En maður þarf að nærast og það var að nálgast kvöldmatartímann. Einn möguleikinn hefði verið að stoppa í Víðigerði. Það er uppáhalds. En eitthvað sagði okkur að nú væri rétti tíminn fyrir sushi.
Þótt sushi-steikurnar svamli um í talsverðu magni í Víðidalsánni, og reyndar frænkunni einnig, Vatnsdalsá, þá lá beinast við að koma sér skjótt og vel yfir á Akureyri og kanna með borð á Rub23. Það eru fáir staðir á landinu sem standast honum snúninginn þegar kemur að brakandi fersku, og strangheiðarlegu sushi.
Það var laust borð en lokað um 22.00. Það þurfti því að halda vel á spilunum. Og við
...