Tónlist
Magnús Lyngdal Magnússon
Ég veit ekki hvort að hluta til nokkuð framúrstefnuleg efnisskrá gulra áskriftartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudagskvöldið 10. október síðastliðinn réð því að mæting var dræm en þó var eftir miklu að slægjast, þar á meðal flutningur á hinum margrómaða fiðlukonserti Brahms og svo frumflutningur hér landi á sinfóníu númer tvö eftir Thomas Larcher, svo að segja næsta nýju verki eða innan við tíu ára gömlu. Hvað um það, margt var sómasamlega flutt á tónleikunum sem hófust á stuttum en snörpum forleik eftir pólska tónskáldið Grazynu Bacewicz (1909-1969).
Bacewicz var lengst af aðeins þekkt í heimalandi sínu en verk hennar hafa nýverið farið að vekja athygli víða um heim. Ekki kom fram í efnisskrá tónleikanna hvort forleikurinn, sem frumfluttur var árið
...