Rétt fyrir sólarupprás í gærmorgun gerði Ísraelsher loftárás á Beit Lahia og meðal annars gjöreyðilagðist fimm hæða íbúðabygging. Yfirvöld á Gasasvæðinu sögðu að staðfest væri mannfall 93 íbúa og enn væri 40 saknað
Beit Lahia Maður heldur á líki úr rústum byggingar sem sprengd var upp.
Beit Lahia Maður heldur á líki úr rústum byggingar sem sprengd var upp. — AFP

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Rétt fyrir sólarupprás í gærmorgun gerði Ísraelsher loftárás á Beit Lahia og meðal annars gjöreyðilagðist fimm hæða íbúðabygging. Yfirvöld á Gasasvæðinu sögðu að staðfest væri mannfall 93 íbúa og enn væri 40 saknað.

Talsmaður almannavarna í Beit Lahia, Mahmud Bassal, sagði að engin læknisaðstaða væri til að meðhöndla særða. „Við fáum neyðarsímtöl frá borgurum allan sólarhringinn á ýmsum svæðum í Jabalia, Beit Lahia og Beit Hanun eftir að árásum hefur verið beint að heimilum borgaranna,“ sagði Bassal

...