Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir vísbendingar um samdrátt í byggingariðnaði. Fyrirhugaðar stórframkvæmdir við nýjan Landspítala breyti ekki stóru myndinni hvað þetta varðar.
Tilefnið er samtal við Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóra framkvæmda hjá Nýjum Landspítala, í Morgunblaðinu í síðustu viku. Áætlaði Ásbjörn við það tilefni að fyrirhuguð uppbygging við nýja spítalann yrði stærsta framkvæmd sinnar tegundar á Íslandi en um 600-700 manns muni að hámarki starfa við verkefnið.
120 þúsund fermetrar
Innanhússfrágangur við meðferðarkjarnann, stærsta mannvirkið, er að hefjast en samanlagt eru byggingar í smíðum 120 þúsund fermetrar, eða um tvöfaldur grunnflötur Kringlunnar. Auk meðferðarkjarna er verið að reisa bílastæða- og tæknihús, rannsóknahús og viðbyggingu við Læknagarð.
...