Að standa úti merkir að bíða utan dyra. „Við vorum að hlaupast á brott og hún stóð úti meðan ég læddist niður með ferðatöskuna“ eða að vera ógoldinn, um fé sem maður á – útistandandi – hjá öðrum

Að standa úti merkir að bíða utan dyra. „Við vorum að hlaupast á brott og hún stóð úti meðan ég læddist niður með ferðatöskuna“ eða að vera ógoldinn, um fé sem maður á – útistandandi – hjá öðrum. Að standa út af er annað: vera umfram eða afgangs. „Þau dagskrármál sem út af standa (ekki „úti“) verða afgreidd á næsta fundi.“