Miðflokkurinn kynnti í gær lista sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, en oddvitar þeirra verða þau Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson fjölmiðlamaður. Leiðir Sigríður listann í Reykjavík norður, en Snorri í Reykjavík suður.
Athygli vekur að Jakob Frímann Magnússon, sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi, tekur annað sæti listans í Reykjavík norður, en Jakob tilkynnti fyrr um daginn að hann væri genginn í Miðflokkinn. Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, er svo í 2. sæti listans í Reykjavík suður.
Jakob Frímann sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að ákvörðunin um að ganga til liðs við Miðflokkinn hefði verið tekin í fyrradag. Sagðist hann hafa heillast af stefnumálum flokksins, þá sérstaklega því að leiðrétta kjör láglaunafólks, sem og hinni
...