Hryllileg óperuganga fyrir alla fjölskylduna mun eiga sér stað í Elliðaárdal kl. 17 og 19 í kvöld. Gangan er hluti af Óperudögum í Reykjavík sem nú standa yfir. Gestir verða leiddir á milli skelfilegra söngatriða þar sem hrollkvartett, deyjandi…
Bjarni Thor Kristinsson
Bjarni Thor Kristinsson

Hryllileg óperuganga fyrir alla fjölskylduna mun eiga sér stað í Elliðaárdal kl. 17 og 19 í kvöld. Gangan er hluti af Óperudögum í Reykjavík sem nú standa yfir. Gestir verða leiddir á milli skelfilegra söngatriða þar sem hrollkvartett, deyjandi kvennabósi, útburðir, vofur og afturgöngur gleðja og hrella með söng og tónlist.

Bjarni Thor Kristinsson, Áslákur Ingvarsson og Ragnar Pétur Jóhannsson flytja til dæmis atriði úr óperunni Don Giovanni. Aðrir sem koma fram eru Eggert Reginn Kjartansson, Margrét Hrafnsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Eiríkur Rafn Stefánsson, Þórhallur Auður Helgason, Íris Björk Gunnarsdóttir, Vera Hjördís Matsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir og Svanlaug Jóhannsdóttir. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar, operudagar.is.