Fljótandi höfuð; flóðhesturinn Toni nýtur sín í dýragarði í Berlín. Erfitt er að lesa í stjórnmálin og komandi samsetningu stjórnar.
Fljótandi höfuð; flóðhesturinn Toni nýtur sín í dýragarði í Berlín. Erfitt er að lesa í stjórnmálin og komandi samsetningu stjórnar. — AFP/John MacDougall

ViðskiptaMogginn hefur fjallað um mismunandi áhættuþætti varðandi vaxtalækkunarferli Seðlabankans sem nú er blessunarlega hafið. Greinendur spá sumir 50 punkta lækkun á næsta fundi peningastefnunefndar í nóvember. Langt er þó í land ef horft er á vaxtastig landsins en skrefin jákvæð.

Slit ríkisstjórnarinnar hafa engin áhrif á það ferli að mati Seðlabankans enda starfar hann í stöðugri stjórnmálalegri óvissu. Það verður þó að segjast að miðað við frambjóðendur sem raðast upp á lista flokkanna þessa dagana og innri baráttu frá t.d. Samfylkingu, sem augljóslega hefur engan áhuga á fyrrverandi borgarstjóra, er þessi stjórnmálalega áhætta mögulega meiri en áður.

Lítið atriði eins og samsetning á kílómetragjaldi bifreiða getur haft áhrif á samsetningu vísitölunnar. Allt eftir mati Hagstofunnar. Ekkert liggur enn fyrir hvaða kílómetragjald verður lagt á á næsta ári, sem þó er boðað

...