Ríkarði Erni Pálssyni var margt til lista lagt, en hann var um langt skeið tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, auk þess að vera tónskáld, bassaleikari og útsetjari með meiru. Þegar vinur hans tónlistarmaðurinn Örn Óskarsson fór að skapa listaverk…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ríkarði Erni Pálssyni var margt til lista lagt, en hann var um langt skeið tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, auk þess að vera tónskáld, bassaleikari og útsetjari með meiru. Þegar vinur hans tónlistarmaðurinn Örn Óskarsson fór að skapa listaverk úr gifsmyndum af fólki, þá orti Ríkarður limru undir yfirskriftinni „Steypuhvöt“:
Örn Óskarsson grefur í gifsi
af góðkunnum ásjónum snifsi.
Það eykur við amann
að eltast við framann,
svo eilífa frægð til sín hrifsi!
Á félagsfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar föstudaginn 1. nóvember kl. 20 verður áhugaverð dagskrá, en þar les Óttar Guðmundsson upp úr nýútkominni
...