Kostnaður Íslandsbanka tapi bankinn dómsmáli sem Neytendasamtökin hafa höfðað mun hlaupa á 10-20 milljörðum króna. Þetta kemur fram í samtali við Jón Guðna Ómarsson bankastjóra Íslandsbanka í viðskiptahluta Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í dag.
Neytendasamtökin hafa höfðað dómsmál sökum þess að þau telja að skilmálar bankans á óverðtryggðum breytilegum vöxtum séu ekki nógu skýrir.
Jón Guðni segir að bankinn leiti allra leiða til að hafa skilmálana eins skýra og mögulegt sé.
„Út frá okkar sjónarhorni er þetta alveg skýrt. Við erum þó sífellt að breyta og bæta þessi mál. Mér finnst ólíklegt að við töpum þessu máli. Það er ekki líklegt að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að við megum ekki breyta vöxtunum með nokkrum hætti. Líklegasta niðurstaðan er að við vinnum málið,“ segir
...