Í byrjun vikunnar kom út svört rannsóknarskýrsla svokallaðs rauðs lista Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) um gróður- og dýrategundir í útrýmingarhættu. Skýrslan kemur út á sama tíma og COP16-leiðtogafundurinn er haldinn í borginni Cali í…
Yarumal Tré af magnólíuætt eru í útrýmingarhættu, eins og þetta á myndinni sem er í Yarumal í Kólumbíu.
Yarumal Tré af magnólíuætt eru í útrýmingarhættu, eins og þetta á myndinni sem er í Yarumal í Kólumbíu. — AFP/iucnredlist.org

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Í byrjun vikunnar kom út svört rannsóknarskýrsla svokallaðs rauðs lista Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) um gróður- og dýrategundir í útrýmingarhættu. Skýrslan kemur út á sama tíma og COP16-leiðtogafundurinn er haldinn í borginni Cali í Kólumbíu og í henni kemur fram að meira en 16 þúsund trjátegundir séu í útrýmingarhættu.

Metið var ástand yfir 47 þúsund af þeim 58 þúsund trjátegundum sem taldar eru fyrirfinnast í heiminum.

...