Danska leikkonan Trine Dyrholm verður viðstödd frumsýningu myndarinnar The Girl With The Needle í Bíó Paradís klukkan 19.30 í kvöld. Dyrholm er þekkt fyrir kvikmyndirnar Dronningen, Den skaldede frisør og…
Danska leikkonan Trine Dyrholm verður viðstödd frumsýningu myndarinnar The Girl With The Needle í Bíó Paradís klukkan 19.30 í kvöld. Dyrholm er þekkt fyrir kvikmyndirnar Dronningen, Den skaldede frisør og Hævnen. Að sýningu lokinni hefst svo kvöldstund með Dyrholm þar sem leikkonan situr fyrir svörum undir stjórn Veru Sölvadóttur kvikmyndagerðarkonu. Í myndinni leikur Dyrholm konu sem aðstoðar fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur.