Haukar mæta liði Kur frá Aserbaídsjan í 32 liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki í gær. Haukar byrja á því að spila heimaleik, 23. eða 24. nóvember, og eiga svo fyrir höndum langt og strangt ferðalag til Aserbaídsjan fyrir síðari leikinn sem fer fram 30. nóvember eða 1. desember. Möguleikar Hauka eru hins vegar góðir enda telst íslenska liðið fyrir fram töluvert sterkara.