Skot í bakið – og hvað svo? Jósep Ó. Blöndal, læknir og frumkvöðull hérlendis í endurhæfingu og aðstoð við fólk með háls- og bakvanda, svarar því á samnefndu fimm tíma námskeiði, sem er öllum opið, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands miðvikudaginn 13
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skot í bakið – og hvað svo? Jósep Ó. Blöndal, læknir og frumkvöðull hérlendis í endurhæfingu og aðstoð við fólk með háls- og bakvanda, svarar því á samnefndu fimm tíma námskeiði, sem er öllum opið, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi.
Jósep þekkir best Íslendinga umræddan vanda, hefur fengist við málið síðan 1986 og starfaði meðal annars við St. Franciskusspítala í Stykkishólmi og var yfirmaður háls- og bakdeildarinnar í 27 ár frá 1990. Hann hefur kynnt sér sambærilega stöðu víða, haldið fjölda fyrirlestra og kennt heima og erlendis, og vinnur nú tvo daga í viku í Heilsuvernd í Kópavogi.
„Mér hefur fundist skorta upplýsingar til almennings,“ segir Jósep um
...