Ég er alls ekki flughræddur en samt reyni ég frekar að ferðast með Airbus- en Boeing-flugvélum. Þegar kemur að því að kaupa flugmiða nenni ég yfirleitt ekki að fletta upp hvers konar flugvél ég fæ að sitja í, en ég finn að það kemur yfir mig ögn meiri ró þegar ég er búinn að festa á mig sætisbeltið, teygi mig eftir öryggisbæklingnum og sé þar „Airbus“ skrifað stórum stöfum.
Hjá sumum bókunarvélunum er hægt að grisja leitarniðurstöðurnar eftir flugvélategundum og hjá bandaríska félaginu Kayak hefur t.d. orðið mikil aukning í fjölda þeirra ferðalanga sem leita gagngert að flugi með Airbus-vél.
Orðspor Boeing hefur skaddast svo mikið á undanförnum árum að ég gæti vel hugsað mér að borga hærra verð fyrir að fljúga með Airbus á sömu leið ef tveir kostir væru í boði. Ég held – svei mér þá – að ég tæki vélar kínverska
...