Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er kominn í leyfi frá störfum fram yfir þingkosningarnar 30. nóvember og mun Halla Gunnarsdóttir varaformaður taka við skyldum hans á meðan hann er í leyfinu. Boðað var til stjórnarfundar í VR í gærkvöldi vegna…
Halla Gunnarsdóttir
Halla Gunnarsdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er kominn í leyfi frá störfum fram yfir þingkosningarnar 30. nóvember og mun Halla Gunnarsdóttir varaformaður taka við skyldum hans á meðan hann er í leyfinu.

Boðað var til stjórnarfundar í VR í gærkvöldi vegna framboðs Ragnars Þórs, en hann er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ragnar Þór sagði þegar hann tilkynnti framboðið að það myndi ekki hafa áhrif á störf sín sem formaður VR.

Halla sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að stjórn VR hefði verið einhuga um þá niðurstöðu að hún tæki við störfum Ragnars Þórs á meðan hann væri í framboði og hann hefði fengið góðar óskir frá stjórn félagsins fyrir komandi kosningabaráttu.