Hjörtur J. Guðmundsson
Fyrir helgi voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar Prósents í samstarfi við hlaðvarpið Bakherbergið, þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Könnunin náði þó ekki einungis til stuðningsmanna flokksins heldur fólks almennt, í flestum tilfellum einstaklinga sem væntanlega eru pólitískir andstæðingar hans.
Fyrir vikið er viðbúið að margir hafi nefnt þann einstakling sem ólíklegastur væri að þeirra mati, af þeim sem nefndir voru til sögunnar, til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í komandi kosningum. Ekki sízt þar sem spurt var hvern þeir vildu sjá sem formann flokksins í aðdraganda þeirra sem fyrr segir en ekki hvern þeir teldu hæfastan í þeim efnum eða bezta kostinn með hagsmuni hans í huga.