FH og Valur máttu bæði þola tap í 4. umferð Evrópudeildar karla í handbolta er þau mættu Íslendingaliðum í gærkvöldi. Valur tapaði fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Melsungen á útivelli með 15 mörkum
Evrópudeildin
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH og Valur máttu bæði þola tap í 4. umferð Evrópudeildar karla í handbolta er þau mættu Íslendingaliðum í gærkvöldi.
Valur tapaði fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Melsungen á útivelli með 15 mörkum. Leikurinn á Hlíðarenda í gær þróaðist allt öðruvísi, því staðan var 26:26 þegar tíu mínútur voru eftir.
Melsungen var hins vegar sterkari aðilinn á lokakaflanum og innsiglaði fimm marka útisigur, 33:28. Valsmenn sýndu mikinn styrk, því gestirnir komust í 9:3 snemma leiks. Valur gafst ekki upp og tókst að búa til spennandi leik, þar til í lokin.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson reyndist Valsmönnum erfiður, því hann skoraði sjö
...