Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir 300 til 400 manns munu vinna við byggingu Hvammsvirkjunar þegar framkvæmdin nær hámarki árið 2027.
Kostnaður við verkefnið hafi verið áætlaður um 70 milljarðar króna á fyrri stigum en vegna tafa og almennra verðhækkana þurfi að endurmeta þá tölu til hækkunar. Áformað sé að opna tilboð í fyrstu framkvæmdir í næstu viku og hefja uppbyggingu í desember.
Endurvinna þarf hluti
„Kostnaðaráætlun er í endurskoðun. Hún liggur ekki fyrir. Kostnaður hefur verið að hækka í heiminum og svo hefur kostnaður safnast saman af því að verkefnið tekur langan tíma. Það veldur hækkunum og þýðir að endurvinna þarf hluti,“ segir Hörður. Með því vísar hann meðal annars til þess að efna þurfi til útboða á ný vegna tafa.
Tekjur Landsvirkjunar eru að hluta
...