Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til þess að auka varnarstuðning við land sitt og að fallið verði frá skilyrðum um að vestræn vopnakerfi megi ekki nota gegn liðsafnaði á rússnesku yfirráðasvæði
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til þess að auka varnarstuðning við land sitt og að fallið verði frá skilyrðum um að vestræn vopnakerfi megi ekki nota gegn liðsafnaði á rússnesku yfirráðasvæði.
Rússar virði engin „rauð strik“ af því tagi, eins og koma norðurkóreskra hersveita sýni vel. Stríðið sé ekki staðbundið í neinum skilningi lengur.
Þetta kom fram í viðtali sem forsetinn veitti sex norrænum blaðamönnum á Norðurlandaráðsþingi í gær.
Selenskí hamrar á því að Úkraína hafi
...