Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Hvammsvirkjun muni kosta meira en áður var áætlað. Á fyrri stigum var talið að það myndi kosta 70 milljarða að byggja hana. „Kostnaður hefur verið að hækka í heiminum og svo hefur…
Hvammsvirkjun Drög að því hvernig fyrirhugað virkjanasvæði gæti litið út.
Hvammsvirkjun Drög að því hvernig fyrirhugað virkjanasvæði gæti litið út. — Tölvuteikning/Landsvirkjun

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Hvammsvirkjun muni kosta meira en áður var áætlað. Á fyrri stigum var talið að það myndi kosta 70 milljarða að byggja hana.

„Kostnaður hefur verið að hækka í heiminum og svo hefur kostnaður safnast saman af því að verkefnið tekur langan tíma. Það veldur hækkunum og þýðir að endurvinna þarf hluti,“ segir Hörður. Með því vísar hann meðal annars til þess að efna þurfi til útboða á ný vegna tafa.

Sérfræðingur á orkumarkaði segir í samtali við ViðskiptaMoggann að búast megi við töluverðum verðhækkunum á smásölumarkaði á komandi misserum.