Fyrsta skýrsla kaþólsku kirkjunnar um vernd ólögráða barna gagnvart misnotkun innan kirkjunnar var birt í gær. Skýrslan er unnin að beiðni Frans páfa, sem hefur frá árinu 2013 barist gegn kynferðisofbeldi gegn börnum innan kirkjunnar og sagt það sína erfiðustu áskorun í embætti.

Frans páfi gerði það skylt að tilkynna grunsemdir um kynferðisbrot til yfirvalda í kirkjunni. Í skýrslunni, sem er 50 síður, kemur fram að kirkjan verði að gera það auðveldara að fjarlægja presta sem hafa misnotað börn úr embætti. Þar kemur fram að þótt árangur hafi náðst víða séu enn svæði eins og Afríka, Suður-Ameríka og Asía þar sem tilkynningum um misnotkun til borgaralega yfirvalda sé áfátt, en kirkjuyfirvöld hafa ekki þurft að tilkynna misnotkunarmál nema lög landsins krefjist þess.

Yfirmaður Páfagarðsnefndarinnar um verndun ólögráða barna, sem Frans páfi setti á laggirnar árið 2014, sagði að kirkjan væri að koma út úr „myrku tímabili“ þar sem „leiðtogar

...