Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur segist vera í draumastarfinu og afar stoltur af vegferð félagsins sem stefnir að því að ná stöðugri 30.000 tonna framleiðslu á ári.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Frá því að ég tók við sem fjármálastjóri Kaldvíkur árið 2020 hafa verkefnin og áskoranirnar verið margar. Á þessum tíma höfum við keypt og sameinað laxeldisfélögin á Austfjörðum. Með sameiningunni urðu framleiðslusvæðin fyrir austan undir einum hatti sem tryggir mun betri nýtingu á eldissvæðunum og gerir okkur kleift að skipuleggja framleiðsluna út frá öryggi að því er varðar t.d. sjúkdómavarnir.
Félagið gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á síðasta ári. Endurfjármögnuðum við félagið með sambankaláni upp á 180 milljónir evra og fórum í
...