Þrír úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála bárust laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum í gær vegna dótturfyrirtækisins Arctic Sea Farm ehf. Sneru tveir þeirra að leyfi móðurfyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi en sá þriðji að leyfi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Í máli því er að síðastnefndu fjörðunum sneri kærðu Veiðifélag Blöndu og Svartár, Landssamband veiðifélaga og Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár ákvörðun Matvælastofnunar frá í mars um að endurnýja rekstrarleyfi Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi lax í fjörðunum með 7.800 tonna hámarkslífmassa. Kröfðust kærendur ógildingar ákvörðunarinnar, en nefndin hafnaði ógildingu.

Heildstætt vegið mat skorti

Í hinum málunum tveimur kærði annars vegar eigandi jarðarinnar Sandeyrar við Snæfjallaströnd ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í febrúar um breytt

...