Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Dagur B. Eggertsson gaf loks færi á sér í Silfri Rúv. á mánudag til að svara spurningu um friðinn við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar og spyrillinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir æskuvinkona hans með sjö silkihanska á lofti.

Þar var líka kominn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýbakaður oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, sem sagði aukna (en þó undirliggjandi!) kröfu um að forystumenn verkalýðshreyfingar væru líka í pólitík.

Ragnar gerði lítið úr stjórnmálaþátttöku sinni til þessa; hann hefði að vísu komið að Borgarahreyfingunni og Dögun upp úr hruni, en ekki svo orð væri á gerandi. Hann var oddviti Dögunar í Kraganum 2016.

Upphaflega taldi Ragnar Þór framboðið engin áhrif myndu hafa á störf sín fyrir VR. Hefur hann þó til þessa ekki þolað stjórnmálaþátttöku

...