Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það séu mikil tækifæri í tengiflugi yfir Atlantshafið þó svo að Play hafi ekki tekist að nýta þau og forsvarsmenn félagsins hafi haldið því fram að tækifærin séu ekki til staðar
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. — Morgunblaðið/Eyþór

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það séu mikil tækifæri í tengiflugi yfir Atlantshafið þó svo að Play hafi ekki tekist að nýta þau og forsvarsmenn félagsins hafi haldið því fram að tækifærin séu ekki til staðar. Hann ræðir um rekstur Icelandair, tækifærin og áskoranirnar í flugrekstri í viðtali við ViðskiptaMoggann.

„Við sjáum mikil tækifæri í okkar leiðakerfi. Markaðurinn er dýnamískur og við verðum stöðugt að aðlaga okkur samkeppnisumhverfinu. Það ríkir mikil samkeppni á þessum markaði en um 25-30 flugfélög fljúga alla jafna til og frá Íslandi, fyrir utan samkeppnina yfir hafið. Við teljum að staðsetning Íslands sé okkar helsta samkeppnisforskot, sé hún nýtt rétt. Að fljúga í gegnum Ísland hefur meðal annars gert okkur kleift að komast lengra en erlend

...