Önnur sería af þáttunum um Ráðherrann er komin af stað á RÚV. Ólafur Darri í hlutverki Benedikts Ríkharðssonar snýr til baka í stjórnmálin eftir að hafa glímt við afleiðingar síns sjúkdóms, geðhvarfasýki, og nú orðinn utanríkisráðherra
Ráðherrann Blaðburður er allra meina bót.
Ráðherrann Blaðburður er allra meina bót. — Skjáskot/RÚV

Björn Jóhann Björnsson

Önnur sería af þáttunum um Ráðherrann er komin af stað á RÚV. Ólafur Darri í hlutverki Benedikts Ríkharðssonar snýr til baka í stjórnmálin eftir að hafa glímt við afleiðingar síns sjúkdóms, geðhvarfasýki, og nú orðinn utanríkisráðherra.

Þættirnir verða seint taldir léttmeti, enda viðfangsefnið af þyngra taginu og þeir kynntir sem dramaþættir. Í síðasta þætti kastaði Benedikt fram ágætri hugmynd, sem átti að vera brandari, um að gefa þjóðinni sólarfrí þegar þessi gula léti sjá sig. Bláeygir fjölmiðlamenn gripu þetta á lofti og úr varð fjölmiðlasirkus og uppnám í ríkisstjórninni. Ef eitthvað mætti raungerast af því sem sagt er í skáldverkum þá er það þetta. Þjóðin er meira og minna öll þunglynd vegna sólarleysis, rigingarsudda mánuðum saman, kulnunar og álags. Hún þarf fleiri frídaga.

Í seinni þáttaröðinni hefur Benedikt tekið að sér blaðburð á morgnana, til að

...