Látalæti borga sig varla

Jeff Bezos auðmaður er talinn vera með hinum allra efnuðustu í hópi bandarískra ríkisbubba, og er þá langt til jafnað. En Elon Musk er sagður vera sá allra ríkasti þeirra allra um þessar mundir og hafa m.a. náð að „stela“ þessum svera titli frá Jeff Bezos fyrir fáeinum árum, en er þó Bezos mjög bústinn enn.

En þessir velefnuðu menn láta sér ekki duga að fletta bara í bankabókinni sinni þegar þeir leggjast á koddann sinn, heldur þykir þeim að vonum fengur að því að koma hluta aura sinna í hvers konar virka starfsemi, sem er prýðilegt hjá þeim og iðulega tekur það verkefni til menningarlegrar starfsemi af ýmsu tagi. Og áhrif þeirra og álit vaxa einnig vegna þess.

Jeff Bezos hefur þannig eignast hið þekkta blað vestra, Washington Post, og hefur haft málefnalega afstöðu til þeirrar starfsemi og lætur stundum í sér heyra í blaði

...