Kona nokkur segist hafa hætt alfarið að kaupa hrekkjavökuskraut frá Temu eftir að hafa fengið afar óviðeigandi sendingu. Hún deildi reynslunni á TikTok, þar sem hávaðasamt draugaskraut með óvenjulegum hljóðum og titringi vakti mikla athygli. Myndbandið hefur fengið yfir 36 milljónir áhorfa á þremur dögum en það má sjá á K100.is. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óvenjulegar sendingar frá Temu vekja athygli – K100 fjallaði einnig um undarlegan lampa frá fyrirtækinu fyrr í mánuðinum. Spurning hvort ekki sé best að varast vörur frá Temu?