Að hafa bæinn lokaðan má líkja við það að slökkva á öllum slysum á sjó með því einfaldlega að fara ekki á sjó.
Pétur Hafsteinn Pálsson
Pétur Hafsteinn Pálsson

Pétur Hafsteinn Pálsson

Nú þegar brátt er ár liðið frá upphafi hörmunganna í Grindavík er lag að skoða stöðuna og meta hvort ástæða sé til að breyta eitthvað um stefnu.

Helsta ógn Grindvíkinga í dag er heilsa og afkomubrestur fólks. Heilsubresturinn er bæði líkamlegur og andlegur og mun koma fram á næstu misserum og árum og stafar af því ómanneskjulega álagi sem fylgt hefur því að endurreisa fyrra líf fjölskyldunnar. Börn og gamalmenni eru þar í mestri hættu. Afkomubresturinn er bæði vegna mismunandi getu fólks og fyrirtækja til að bregðast við ástandinu og einnig vegna þess að senn lýkur öflugum stuðningi ríkisvalds við Grindvíkinga í formi niðurgreiðslu á leigukostnaði til þeirra sem ekki ná að kaupa sitt eigið húsnæði. Í lok ágúst lauk ríkisstuðningi við launafólk svo fyrirtækin þurftu ekki að rjúfa ráðningarsamband sitt við starfsfólkið þegar

...