Meðalheildsöluverð fyrir raforku sem verður afhent á næsta ári hefur verið töluvert hærra en fyrir þetta ár. Sérfræðingur sem ViðskiptaMogginn ræddi við segir að veruleg óvissa ríki um hvort og þá á hvaða verði raforka fyrir næstu misseri verði til…

Meðalheildsöluverð fyrir raforku sem verður afhent á næsta ári hefur verið töluvert hærra en fyrir þetta ár.

Sérfræðingur sem ViðskiptaMogginn ræddi við segir að veruleg óvissa ríki um hvort og þá á hvaða verði raforka fyrir næstu misseri verði til sölu í vetur, eftir að söluframboð svo gott sem þurrkaðist upp í síðustu tveimur stóru mánaðarlegu uppboðum íslenska raforkumarkaðarins Vonarskarðs. Búast megi því við töluverðum verðhækkunum á smásölumarkaði miðað við fyrirliggjandi tölur.

Á vefsvæði Vonarskarðs má sjá að boðið söluverð raforku fyrir desember, sem dæmi, hækkaði um hátt í 40% frá uppboði síðasta mánaðar.

Heimildir blaðsins herma að mánaðarblokkir í vetur hafi verið að skipta um hendur á yfir 10 þúsund krónur, en markaðsverð fyrir veturinn í septemberuppboðinu var á bilinu 8-9 þúsund

...