Manchester Rúben Amorim verður næsti stjóri Manchester United.
Manchester Rúben Amorim verður næsti stjóri Manchester United. — AFP/Miguel Riopa

Portúgalinn Rúben Amorim verður næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Það er breski miðillinn Manchester Evening News, staðarmiðillinn í Manchester, sem greinir frá þessu en Amorim hefur stýrt Sporting í heimalandi sínu.

Hollendingnum Erik ten Hag var sagt upp störfum sem stjóra liðsins á mánudag og var Amorim strax nefndur til sögunnar sem hugsanlegur arftaki hans.