” Bandaríska hagkerfið er ákaflega sterkt og hefur raunar skotist fram úr Evrópu og Asíu

Fjárfestingar

Helga Viðarsdóttir

Eigandi og sjóðstjóri Spaks Invest hf.

Ætíð þegar fólk fjárfestir á ákveðnum markaði er það að veðja á styrkleika viðkomandi lands eða hagkerfis. Eins og hvort hagvöxtur og framleiðni standi undir vexti og framförum þegar litið er til lengri tíma. Kannski er líka verið að veðja á stjórnarfarið, það er að segja hvort stjórnarfarið sé stöðugt, hvort borin sé virðing fyrir eignarrétti og hvort viðskiptafrelsi sé fyrir hendi. Í þessu mati hafa lýðræði og mannréttindi alls ekki skipt höfuðmáli fyrir fjárfesta. Meira máli hefur skipt að stjórnarfarið sé stöðugt. Þannig hefur Kína dregið að sér gríðarmiklar erlendar fjárfestingar á síðustu áratugum jafnvel þótt íbúar landsins búi við einræði og mjög takmörkuð lýðréttindi. Jafnvel hefur verið talið að lýðræði geti verið ókostur

...