Tvö ný íslensk dansverk verða frumsýnd hjá Íslenska dansflokknum þann 1. nóvember í Borgarleikhúsinu. Þetta eru verkin Órætt algleymi eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur og svo Hverfa eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Danshöfundar Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir frumsýna tvö verk 1. nóvember á sviði Borgarleikhússins.
Danshöfundar Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir frumsýna tvö verk 1. nóvember á sviði Borgarleikhússins. — Morgunblaðið/Karítas

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Tvö ný íslensk dansverk verða frumsýnd hjá Íslenska dansflokknum þann 1. nóvember í Borgarleikhúsinu. Þetta eru verkin Órætt algleymi eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur og svo Hverfa eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur. Um er að ræða tvær ólíkar sýningar og segja þær þetta tækifæri fyrir fólk til að kynnast betur hversu margslunginn samtímadans getur verið. Báðar segjast Melkorka og Margrét vera spenntar að geta gefið fólki kost á því að sjá tvær frumsýningar sama kvöldið líkt og tíðkast svo oft erlendis.

„Það er spennandi að fólk fái að sjá mismunandi dansverk sama kvöldið, það gefur því meiri innsýn í sjálft sig,“ segir Margrét Sara og Melkorka tekur í sama streng. „Ég held að verkin séu ólík en á sama tíma erum

...