Fjármál
Arnaldur Loftsson
Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins
Árið 2023 lögðu um 60% starfandi einstaklinga á Íslandi fyrir í viðbótarsparnað. Það þýðir að um 40% urðu af 2% mótframlagi launagreiðenda sem fylgir sparnaðinum eða um 96 þúsund manns. Á Englandi árið 2012 var komið á því fyrirkomulagi að launagreiðendur skráðu starfsmenn, sem uppfylla ákveðin skilyrði, „sjálfvirkt“ í viðbótarsparnað nema starfsmennirnir tilkynntu sérstaklega að þeir vildu ekki vera með (e. auto enrollment). Tilgangurinn var að auka lífeyrissparnað einstaklinga og komið hefur í ljós að einungis um 12% þeirra velja að vera ekki með. Írar stefna einnig á að innleiða sambærilegt fyrirkomulag innan skamms. Hér á landi er aftur á móti ekki sjálfvirk skráning í viðbótarsparnað.
...