Læknar sem starfa eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og ríkisins greiða nú atkvæði um hvort farið verði í verkfallsaðgerðir, sem eiga að hefjast 18. nóvember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Samþykki læknar að fara í verkfall og það kemur til framkvæmda munu tímabundnar aðgerðir hefjast og standa yfir aðra hverja viku fram að jólum á tilteknum starfsstöðvum lækna á hverjum degi í verkfallsvikunum. Lágmarksþjónusta verður þó tryggð á hverjum stað. Sáttafundur er boðaður í deilunni á morgun. » 12