Hvorki ráðherrar né þingmenn verða meðal fulltrúa Íslands á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP29, sem verður haldið í Bakú í Aserbaídjsan dagana 11.-22. nóvember næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu verða alls 46 fulltrúar í íslensku sendinefndinni. Áætlaður kostnaður hvers þátttakanda er á bilinu 760.000 til 1,8 milljónir en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir fyrr en eftir að þinginu lýkur.
Grænvangur fer fyrir viðskiptasendinefnd fyrirtækja og í þeim hópi eru m.a. Carbfix, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur. » 10