Fjölskyldur fólks með sóríasis þurfa á fræðslu lækna og hjúkrunarfólks að halda engu síður en aðstandendur krabbameinssjúklinga.
Erna Arngrímsdóttir
Erna Arngrímsdóttir

Erna Arngrímsdóttir

Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að mikilvægi fjölskyldunnar í lífi sjúklings með langvinnan sjúkdóm. Stuðningur hennar og skilningur á líðan sjúklingsins skiptir sköpum fyrir bata. Þarna kemur fræðsla sterklega inn; því meiri þekking, þeim mun betra verður ferlið. Mikið er lagt á fjölskyldur langveiks fólks, stundum er sjúkdómsokið of mikið, það er hægt að kikna undan minna en sóríasis. Svo er líka oft að makinn gengur inn í hlutverk hjúkrunar, setur sig inn í allar aðstæður og leggur sig allan fram. Enginn mun segja að þetta sé létt en kærleikurinn yfirvinnur allt sagði postulinn.

Ég sat hjá krabbameinssjúklingum með nokkurra ára millibili, í fyrra skiptið var engin fræðsla en tæpum áratug síðar upplýsti læknir mig um ferlið. Sannarlega dýrmæt leiðsögn á erfiðum stundum og fræðslan kærkomin.

...