Guðrún Möller er fædd 30. október 1964 í Kópavogi og flutti til New York þegar hún var fimm ára.
„Pabbi fór þá að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við bjuggum í New York í tvö ár og ég hef verið með ferðabakteríu síðan. Eftir árin tvö í New York fluttum við heim til Íslands og í Smáíbúðahverfið. Á fullorðinsárum hef ég meðal annars búið í San Francisco, Houston og Scottsdale í Arizona.
Ég er heppin að hafa fengið að upplifa það að vera í sveit og fór sem barn og táningur til frændfólks míns á Hunkubökkum í Vestur-Skaftafellssýslu. Ég hef alltaf verið mikil dýrakerling og hef átt og á hesta, hunda og kisur.“
Guðrún gekk í Breiðagerðisskóla og svo Réttarholtsskóla. Þaðan lá leiðin í Verzlunarskóla Íslands og varð Guðrún stúdent 1984. Hún lauk síðan diplómanámi í mannauðsstjórnun
...