Handavinna Röskar konur úr Rangárþingi sauma í refilinn.
Handavinna Röskar konur úr Rangárþingi sauma í refilinn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Fá þarf 70 millj. kr. í styrki þannig að hægt verði að setja upp sýningu á Njálureflinum svonefnda sem til stendur að verði á Hvolsvelli. Af 145 millj. kr. stofnkostnaði hafa 75 millj. fengist nú þegar, þar á meðal 25 millj. kr. frá ríkisstjórn Íslands. Tvöföld sú upphæð er stuðningur frá Bandaríkjamönnum sem kunna að meta íslenskar bókmenntir, sögu og handverk, eins og slíkt er nefnt í viðskiptaáætlun fyrrgreindrar sýningar sem á dögunum var kynnt í sveitarstjórn Rangárþings eystra.

Gert er ráð fyrir að tekjur sýningarinnar verði á ári hverju um 70 millj. kr.; að stærstum hluta aðgangseyrir frá þeim 20 þúsund gestum sem vænst er árlega. Þar eru í markhópi íslenskur almenningur og erlendir ferðamenn, auk þess sem höfðað verður til ungmenna sem vilja fræðast um Njálu.

Njálurefillinn sem konur í Rangárvallasýslu saumuðu er í 90 m

...