Samtakamátturinn og viljinn til þess að byggja upp færði okkur stóra sigra en nú þarf að hefja nýja sókn á ýmsum sviðum.
Árni Sigurjónsson
Árni Sigurjónsson

Árni Sigurjónsson og Sigurður Hannesson

Miklar framfarir hafa átt sér stað á Íslandi á undanförnum áratugum. Þær stórstígu breytingar sem orðið hafa í þjóðlífi og á atvinnuháttum hafa gert það að verkum að íslenskt samfélag hefur þróast úr fátækt og fábrotnu atvinnulífi yfir í að vera á flesta mælikvarða í fremstu röð í heiminum. Með hugmyndir, metnað og samtakamátt að vopni voru teknar góðar ákvarðanir og þær framkvæmdar þjóðinni til heilla. Með elju og staðfestu höfum við fjárfest í innviðum, samgöngum, fjarskiptum, húsnæði, nýsköpun og menntun og með því skapað frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf og velsæld.

Samtakamátturinn og viljinn til þess að byggja upp færði okkur stóra sigra en nú þarf að hefja nýja sókn á ýmsum sviðum. Líta til framtíðar og halda áfram að sækja tækifærin. Hrinda öflugum hugmyndum í framkvæmd og halda áfram á

...