„Mér finnst mikilvægt að standa vörð um umhverfið, heilbrigðiskerfið, félagsmálin og menntamálin og ekki aðeins frá hagrænu sjónarmiði,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í hagnýtri guðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
„Í mínum huga er mikilvægt að hverfa frá þeirri stefnu að háskólarnir eigi fyrst og fremst að vera metnir út frá atvinnusköpun, það þarf líka að horfa til annarra þátta, má þar nefna skyldur við íslenskuna og önnur menningarverðmæti. Mér finnst líka mikilvægt að sýna mannúð í samskiptum við fólk sem höllum fæti stendur í samfélaginu og forðast skautun milli þeirra sem eru innlendir og þeirra sem koma að. Ég horfi í öllu þessu með augum guðfræðinnar á umhverfis-, félags-, mennta- og heilbrigðismál þar sem hagsmunir heildarinnar og umönnun þeirra sem eiga minnstu bjargráðin eru í fyrirrúmi. Trúarbrögðin í sinni bestu mynd hvetja til
...