Erling Kristjánsson fæddist 28. desember 1933 í Haganesi á Húsavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 27. september 2024.

Foreldrar hans voru Ingibjörg Jósefsdóttir, húsmóðir og matráðskona, f. 8. mars 1915, d. 13. mars 2011, og Kristján Stefán Jónsson sjómaður, f. 14. febrúar 1908, d. 21. október 1959.

Systkini hans eru Haukur, f. 7. apríl 1935, d. 26. mars 2008; Kolbrún, f. 20. febrúar 1938, d. 10. júlí 2021; Dóra Guðný, f. 5. apríl 1945; Lára Júlía, f. 25. október 1952.

Á nýársdag 1955 kvæntist Erling Þóru Júlíusdóttur frá Brautarholti í Grindavík, f. 24. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorleifsdóttir húsmóðir, f. 1908, d. 1995, og Júlíus Jón Bjargþór Daníelsson, útgerðarmaður með meiru, f. 1910, d. 2000.

...