„Sífellt fleiri vilja halda upp á þessa hátíð, ég held að þetta sé bara komið til að vera,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar og á við hrekkjavökuna sem haldin er hátíðleg í dag, upphaflega keltnesk hátíð sem hét Samhein á gelísku.
„Við snúum búðinni við eftir árstíðum,“ segir Valgerður, innt eftir áherslum í vöruúrvali. „Það er alltaf einhver að halda upp á eitthvað.“