„Með Kaffi Grund verður aðstaða til að hittast og spjalla saman orðin framúrskarandi góð hjá okkur hérna á Grund í Vesturbænum,“ segir Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundarheimilanna
Grund Það var mikill spenningur í lofti þegar Kaffi Grund var vígt, enda fæddist hugmyndin að kaffihúsinu fyrir þremur árum, árið 2021.
Grund Það var mikill spenningur í lofti þegar Kaffi Grund var vígt, enda fæddist hugmyndin að kaffihúsinu fyrir þremur árum, árið 2021. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Með Kaffi Grund verður aðstaða til að hittast og spjalla saman orðin framúrskarandi góð hjá okkur hérna á Grund í Vesturbænum,“ segir Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundarheimilanna. Kaffi Grund var formlega vígt á þriðjudaginn, en húsið er í glæsilegri nýbyggingu með torfþaki sem setur svip á suðurgarð heimilisins við Hringbraut.

Miklar framkvæmdir hafa verið í garðinum og Gísli segir að hönnunin hafi tekist mjög

...