Ágúst Sigurðsson er fæddur 31. október 1964. „Ég fæddist norður í Skagafirði en foreldrar mínir bjuggu þá og störfuðu á Hólum í Hjaltadal. Fjölskylda mín var þar fyrir norðan í nokkur ár en við fluttum síðan að Kirkjubæ á Rangárvöllum árið 1967 er foreldrar mínir keyptu þar hrossaræktarbú og þar hef ég átt mína heimahöfn allar götur síðan með allnokkrum útúrdúrum þó.
Ég er svona nokkurn veginn fæddur á hestbaki og sá fyrir mér ævina við tamningar og dásamlegt hestastúss en komst svo að því að það er bara svo ótrúlega margt fleira skemmtilegt sem lífið hefur upp á að bjóða.
Ég hef alltaf sótt í fjölbreytt viðfangsefni. Stundaði áhugavert nám í landbúnaðarfræðum á Hvanneyri eftir grunnskólagöngu á Hellu með viðkomu í raungreinadeild Tækniskólans gamla. Í raungreinadeildinni las ég einn skemmtilegasta kúrs ævi minnar sem var Hugmyndasaga hjá
...