Unnið hefur verið að því í haust á vegum Veitna að leggja hluta af flutningsæð hitaveitu fyrir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins yfir Elliðaár. Lögnin var hengd upp undir brú sem liggur yfir ána til að takmarka rask fyrir lífríkið á svæðinu að því er kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Að undanförnu hefur verið unnið þar sem göngustígur liggur undir brúna nær Hvörfunum í Kópavogi og hafa öryggisfulltrúar verið fyrir vegfarendur við stíginn undir brúna og stöðvað vinnu á svæðinu þegar vegfarendur eiga leið um. Reiðstígar í nágrenni við brúna hafa verið lokaðir, enda er umferð vinnuvéla og starfsfólks á svæðinu töluverð, sem getur fælt hesta.