Sigríður Björnsdóttir, innkirtla- og efnaskiptalæknir, er með áralanga reynslu af meðhöndlun beinþynningar og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um mikilvægi beinheilsu og forvarna gegn beinþynningu.
Sigríður starfaði á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í 17 ár og er nú starfandi læknir í Heilsuklasanum á Höfða. Hún er enn að stunda rannsóknir á Karolinska og leiðbeinir þar doktorsnemum.
„Það er margt sem við getum gert til að draga úr beinþynningu og áhættunni að brotna og þess vegna er mikilvægt að fræða fólk um hvað það getur gert sjálft til að fyrirbyggja.“
Nýlega hófst fjögurra mánaða námskeið í Heilsuklasanum Sterkari bein sem leggur áherslu á alhliða þjálfun með sérstakri áherslu á styrktar- og jafnvægisæfingar. Auk hreyfingar býður námskeiðið upp á fræðslu um beinheilsu, næringu og
...