Ásgrímur Tryggvason fæddist á Litlu-Laugum í Reykjadal 16. maí 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. október 2024.

Foreldrar hans voru hjónin Unnur Sigurjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal, f. 1896, d. 1993 og Tryggvi Sigtryggsson frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal f. 1894, d. 1986.

Systkini Ásgríms: Ingi, f. 1921, Haukur, f. 1922, Eysteinn, f. 1924, Kristín, f. 1928, Helga, f. 1930, Hjörtur, f. 1932, Ingunn, f. 1933, Dagur, f. 1937, Sveinn, f. 1939 og Haukur, f. 1941, öll látin.

Þann 17. júlí 1955 kvæntist Ásgrímur Guðrúnu Þengilsdóttur (Dúnu). Foreldrar hennar voru hjónin Arnheiður Guðmundsdóttir frá Þinganesi í Hornafirði, f. 1895, d. 1980 og Þengill Þórðarson frá Höfða í Höfðahverfi, f. 1896, d. 1979. Dúna lést í febrúar 2014. Ásgrímur og Dúna bjuggu allan sinn búskapartíma

...