Helgi er menntaður íslensku- og sagnfræðingur og hefur verið eftirsóttur prófarkalesari og ritstjóri um árabil. Hann hefur engar áætlanir um það að setjast í helgan stein á næstunni og segist njóta gulláranna einna best með því að vera sívinnandi og að sjálfsögðu dansandi.
„Dansinn hjálpaði mér til að opna mig“
„Ég var heldur feiminn þegar ég byrjaði að sækja böllin í gamla daga. Ég viðurkenni það alveg, en dansinn hjálpaði mér til að opna mig,“ segir Helgi er hann rifjar upp námsárin í Skógum. „Til okkar kom danskennari, kona úr Reykjavík, sem kenndi okkur grunnsporin í helstu dönsum þess tíma, sem voru tjútt og jive, báðir hraðir og fjörugir dansar. Þetta vakti mikla ánægju meðal nemenda skólans og kveikti áhuga minn.“
Í Héraðsskólanum í Skógum, eins og lengi tíðkaðist í heimavistarskólum hér á landi,
...